Opið samráð um mögulega endurskoðun á reglugerð EB nr. 261/2004 um réttindi flugfarþega

28.2.2012

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er að skoða mögulega endurskoðun á reglugerð EB nr. 261/2004 um sameiginlegar reglur um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum sem neitað er um far og þegar flugi er aflýst eða mikil seinkun verður. Af því tilefni er haldið opið samráð þar sem óskað er eftir athugasemdum og tillögum frá hagsmunaaðilum. Samráðið stendur til 11. mars nk. Allar upplýsingar um samráðið er að finna á vefsíðu framkvæmdastjórnarinnar: http://ec.europa.eu/transport/passengers/consultations/2012-03-11-apr_en.htm