Tólf ára og fjögurra ára samgönguáætlanir lagðar fram

14.12.2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti í dag fjögurra ára og tólf ára samgönguáætlanir sem dreift var á Alþingi í dag. Ráðherra sagði lagðar nýjar áherslur með þessum áætlunum, horft væri á landið sem eina heild við ákvörðun verkefna, lögð væri áhersla á verkefni á þeim landssvæðum sem í dag byggju við lakastar samgöngur og mjög aukin áhersla væri á almenningssamgöngur.

Tólf ára samgönguáætlun áranna 2011 til 2022 hefur að geyma stefnumótun en fjögurra ára áætlunin er verkefnaáætlun með fjárhagsramma fyrir árin 2011 til 2014. Tekjur og framlög til verkefna tólf ára samgönguáætlunar eru alls 296 milljarðar króna. Stærsta hluta þess fjármagns á að verja til vegamála eða 240 milljörðum.

Sjá frekari kynningu á vef innanríkisráðuneytisins