Úttekt Alþjóðaflugmálastofnunarinnar stendur nú yfir

29.11.2011

fv. Reynir Sigurðsson FMS, Ágústa R. Jónsdóttir FMS, Florin Hungerbuehler stjórnandi úttektar, Ross Locie ICAO, Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis og Halla Sigrún Sigurðardóttir FMS.Úttekt Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) á starfsemi Flugmálastjórnar Íslands hófst 24. nóvember og stendur til 1. desember n.k.
Tilgangur úttektarinnar er að gera heildar úttekt á flugverndarráðstöfunum á Íslandi og þeim þáttum flugvirktar er eiga snertifleti við flugvernd. Úttektin byggir á samþykkt sérstakrar ráðherraráðstefnu um flugvernd er haldin var hjá ICAO í febrúar 2002 en þá var ákveðið að gerð skyldi úttekt á samræmdan hátt á öllum aðildarríkjum stofnunarinnar eða svokölluð "Universal Security Audit Programme – USAP".
Úttekt þessi er umfangsmikil og hefur Flugmálastjórn Íslands unnið hörðum höndum að undirbúningi hennar undanfarna mánuði. Í úttektinni er farið ítarlega í innleiðingu og framfylgni á Viðaukum 9 (flugvirkt) og 17 (flugvernd) við Chicago sáttmálann sem voru undanskildir í USOAP úttektinni sem fram fór í október 2010.

 

  • Úttektin gengur út á að kanna hvernig ríkjum hefur tekist að innleiða og framfylgja svokölluðum “Eight Critical Elements”.  Þessi átta aðalatriði eru:
  • Operation Reglugations (Reglugerðir um flugmál)
  • Organizations, SO Functions (Fyrirkomulag eftirlits með flugöryggi)
  • Technical Experts Training (Þjálfun eftirlitsmanna og sérfræðinga)
  • Guidance, Procedures Info (Verklag, leiðbeiningar og upplýsingar)
  • Licencing Certification Obligations (Útgáfa skírteina, vottorða og leyfa)
  • Surveillance Inspection Obligations (Samfelld eftirlitsstarfssemi)
  • Resolution of Safety Concerns (Viðbrögð við frávikum)

 

Flugvirkt hefur nýlega verið skilgreint sem formlegt verkefni hjá Flugmálastjórn Íslands og unnið er að útgáfu sérstakrar reglugerðar um flugvirkt.  Flugvirkt fjallar um samhæfingu opinberra aðila og annarra sem koma að afgreiðslu eða þjónustu við loftför,  farþega, farangur og farm í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands á þessu sviði. Verkefnið felur í sér mikil samskipti við aðrar opinberar stofnanir á Íslandi, svo sem Ríkislögreglustjóra, Lögreglustjórann á Suðurnesjum, Þjóðskrá, Tollstjóra, Landlæknisembættið, Matvælastofnun sem og rekstraraðila flugvalla og flugrekendur. 

Mikilvægt er fyrir alla flugtengda starfsemi á Íslandi að sem best niðurstaða fáist úr úttektinni.

Á myndinni sem er frá upphafsfundi úttektarinnar eru fv. Reynir Sigurðsson FMS, Ágústa R. Jónsdóttir FMS, Florin Hungerbuehler stjórnandi úttektar, Ross Locie ICAO, Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis og Halla Sigrún Sigurðardóttir FMS.