Icelandair með fyrsta Part 147 leyfi á Íslandi

29.11.2011

Icelandair Part147Í lok október var fyrsta Part 147 leyfi á Íslandi veitt Icelandair sem rekur nú samþykkt kennslufyrirtæki samkvæmt 147 hluta. Um er að ræða leyfi handa Icelandair Technical Training til að halda tegundarnámskeið á nokkrar gerðir flugvéla. Leyfið var afhent við hátíðlega athöfn í viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli og var starfsfólk Icelandair í stöðinni viðstatt ásamt fulltrúum Flugmálastjórnar.

Flugmálastjórn óskar Icelandair til hamingju.

Á myndinni eru fv. Rúnar Stanley Sighvatsson FMS, Hallbjörn Sævars kennari, Ragnar Karlsson Training/Examination manager, Hreiðar Páll Haraldsson FMS og Valgeir Rúnarsson kennari.