EASA fundaði um innleiðingu á Part M fyrir almannaflugið

15.11.2011

Fundur (workshop) var haldinn hjá EASA varðandi innleiðinguna á Part M í almannaflugi í lok október sl. þar sem farið var yfir atriði er varða þessa innleiðingu. Á fundinum voru hagsmunasamtökum ásamt flugmálastjórnum gefið tækifæri til að kynna sínar athugasemdir.

Flugmálastjórn Íslands hvatti í sumar alla þá sem láta sig almannaflug á Íslandi varða til að senda inn athugasemdir fyrir fundinn. Hægt er að sjá glærur frá fundinum á heimasíðu EASA undir liðnum „Presentations“.