Flugmálastjórn Íslands hefur gefið út nýja útgáfu af undanþágu

12.10.2011

Flugmálastjórn Íslands hefur gefið út nýja útgáfu af undanþágu (ICAA Exemption E 003(1) /2011) er tekur til einfaldra flugvéla, svifflugna og mótorsvifflugna á bilinu 1000 til 1200 kg, sem eru ekki notuð í atvinnuskyni, falli undir sömu meðferð og ELA1 geri með hliðsjón af Parti M. Undanþágan er þrengri en upphaflega útgáfan og hefur verið breytt til samræmis við athugasemdir sem komu frá Eftirlitsstofnun EFTA. Sérstök athygli er vakin á því að undanþágan er tímabundin fyrir tilgreind eintök flugvéla. Undanþágan fellur endanlega úr gildi 19 september 2013. ICAA Excemption E 003(1)/2011