Eldgos í Grímsvötnum

23.5.2011

Eldgos í Grímsvötnum hófst á laugardagskvöldið. Þegar eldgos hefst á Íslandi er farið eftir fyrirfram ákveðnum áætlunum, vegna þessa hefur Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík sett á flugbann í 20 sjómílna radíus yfir eldstöðinni.  Flugbannið þýðir að ekki eru gefnar heimildir inn á svæðið sem lokað er, um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir um gosmökkinn verður þetta bannsvæði endurskoðað.  Tilkynning til flugmanna (Notam) vari gefin út, þar koma fram þær upplýsingar sem vitað er um eldgosið.

Öskuspá fyrir næstu sex klukkutímana er gefin út af VAAC (Volcanic Ash Advisory Center) í London. Hér er hægt að nálgast öskudreifingaspána.


Þá má skoða myndir í beinni útsendingu af svæðinu á vefsíðu Mílu http://www.mila.is