Ný eyðublöð og kynning á starfrækslu einkaflugvéla í EASA umhverfi

23.3.2011

Flugmálastjórn hefur birt eyðublöð sem varða umsókn um samþykki á einstaklingi til að framkvæma lofthæfistaðfestingaskoðun á loftförum sem flokkast sem ELA1, auk eyðublaða sem sá einstaklingur mun nota við framkvæmd þess. Þessi  eyðublöð eru LHD-4 ELA, LHD-2 ELA og LHD-1 ELA.

Ómar Þór Edvardsson deildarstjóri Lofthæfideildar Flugmálastjórnar Íslands var með kynningu á fundi Félagi íslenskra einkaflugmanna FÍE á því umhverfi sem einka- og kennsluflug starfar í dag auk þess sem hann tók þátt í umræðum og svaraði spurningum. Fundurinn var 16. mars 2011 í sal Flugvirkja.