Flugmálastjórn með námskeið í áhættustjórnun
Flugmálastjórn Íslands stóð fyrir námskeiði í áhættustjórnun (Risk Management) dagana 24. - 27. janúar 2011. Áhættustjórnun er lykilatriði í öryggisstjórnunarrkerfum (SMS). Kröfur um þessa aðferðafræði koma upprunalega frá Alþjóðaflugmálastofnuninni ICAO og gilda á heimsvísu í nær allri atvinnutengdri flugstarfsemi. Kröfur um öryggisstjórnunarkerfi frá Flugöryggisstofnun Evrópu EASA taka gildi í apríl 2012 og þar með á Íslandi en í dag eru þegar í gildi slíkar kröfur í rekstri flugvalla og flugleiðsöguþjónustu.
Nær allir íslenskir flugrekendur sýndu námskeiðinu mikinn áhuga. Haldin voru tvö námskeið sem 52 einstaklingar sóttu en fullt var á bæði námskeiðin og ljóst að íslenskur flugiðnaður tekur því fagnandi að sækja slík námskeið hér heima. Kennari á námskeiðinu var Morten Kjellesvig, MSc Air Safety Management, frá ScandiAvia www.scandiavia.net. Markmið námskeiðsins var að kynna nemendum hvað áhættustjórnun er, hvernig beri að framkvæma hana og hvað stendur á baka við hana eins og áhættumat og áhættugreining og tengsl þessa við öryggisstjórnarkerfi.