Flugmálastjórn Íslands óskar eftir að ráða eftirlitsmann í lofthæfi- og skrásetningardeild

11.12.2010

Starfið felst einkum í eftirliti með viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, vottun og eftirliti með stjórnkerfum og fyrirtækjum sem annast viðhaldsmál.

Menntunar- og hæfnikröfur
Krafist er menntunar flugvéltæknis með Part 66 skírteini eða að umsækjandi hafi lokið tæknilegu námi á háskólastigi sem tengist lofthæfi loftfara. Fimm ára reynsla af viðhaldi og/eða viðhaldstjórnun loftfara hjá fyrirtæki samþykktu skv. kröfum EASA er nauðsynleg, þekking á hönnun loftfara, viðeigandi gögnum og á EASA reglugerðum.
Umsækjandi þarf að hafa áhuga á að tileinka sér mjög öguð vinnubrögð, þ.m.t. alþjóðlegar kröfur sem gilda í flugi.
Krafa er gerð um mjög góð tök á íslensku og ensku sem og gott vald á úrvinnslu og framsetningu upplýsinga.

Við leitum að starfsmanni sem hefur góða samskiptahæfileika, örugga og þægilega framkomu og mikinn áhuga á flugstarfsemi. Hann þarf að geta sýnt af sér frumkvæði, sjálfstæði og fagmennsku í starfi, vera skipulagður og agaður í verkum sínum og unnið undir miklu álagi. Launakjör taka mið af viðeigandi kjarasamningum opinberra starfsmanna.

Í boði er áhugavert og fjölbreytt starf hjá Flugmálastjórn þar sem hæfileikar og frumkvæði fá notið sín. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í allt að sex mánuði.

Flugmálastjórn áskilur sér rétt til þess að hafna öllum umsóknum.

Frekari upplýsingar um starfið gefa Ómar Þór Edvardsson deildarstjóri í lofthæfi- og skrásetningardeild (sími 569 4235 /omar@caa.is) og Halla S. Sigurðardóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs (sími 569 4187 /hallas@caa.is)

Vinsamlegast sendið umsókn og ferilskrá til Flugmálastjórnar Íslands, Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík fyrir 3. janúar n.k. merkt: „Flugmálastjórn – umsókn um starf eftirlitsmanns“