Evrópusambandið boðar samráð um mat á áhrifum vegna hugsanlegrar breytingar á reglugerð ráðsins (EBE) 95/93 um sameiginlegar reglur um úthlutun afgreiðslutíma á bandalagsflugvöllum.
7.9.2010
Nú þegar eru margir flugvellir í Evrópu mjög þétt setnir og fyrirsjáanlegt er að afkastageta flugvalla eigi eftir að takmarkast enn frekar þegar fram í sækir. Evrópusambandið hefur boðað til samráðs til að meta framkvæmd núgildandi reglugerðar ráðsins (EEC) 95/93 um sameiginlegar reglur um úthlutun afgreiðslutíma á bandalagsflugvöllum og safna saman upplýsingum sem hægt er að nota við mat áhrifum á mögulegum breytingum á reglugerðinni. Einstaklingar, samtök og opinberir aðilar eru hvattir til að senda tillögur til framkvæmdastjórnar ESB fyrir 29. október nk. Frekari upplýsingar um samráðið og framkvæmd þess er að finna á
heimasíðu framkvæmdarstjórnar ESB https://ec.europa.eu/transport/air/consultations/2010_10_25_regulation_95_93_ec_en.