Isavia fær starfsleyfi

5.5.2010

tv. Pétur K. Maac flugmálastjóri og Björn Óli Hauksson th. við starfleyfisafhendingunaIsavia ohf. hóf rekstur 1. maí s.l. með sameiningu Flugstoða ohf. og Keflavíkurflugvallar ohf. Bæði þessi félög höfðu starfsleyfi til rekstur flugleiðsöguþjónustu frá Flugmálastjórn Íslands og auk þess til reksturs flugvalla í flokki 1 til 3. Reglur kveða á um að ekki megi framselja slíkar heimildir og lagði hið nýstofnaða félag inn umsókn til Flugmálastjórnar Íslands um rekstur flugleiðsöguþjónustu, flugvallarekstur sem og umsókn um samþykki vegna flugverndar. Starfsleyfin voru gefin út 30. apríl og þann 4. maí afhenti Pétur K. Maack flugmálastjóri Birni Óla Haukssyni starfsleyfin við hátíðlega athöfn. Starfsleyfin gilda til 31. janúar 2011.
Flugmálastjórn Íslands óskar hinu nýstofnaða félagi - Isavia til hamingju og óskar starfsmönnum þess velfarnaðar í starfi.