Starfræksla loftfara á svæðum sem eru hugsanlega menguð af gjósku

24.4.2010

Flugmálastjórn Íslands vill koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum vegna starfrækslu loftfara á svæðum sem eru hugsanlega menguð af gjósku vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.


NAT viðbúnaðaráætlun

Á Íslandi var unnið fram til 23. apríl samkvæmt NAT viðbúnaðaráætlun vegna gjósku (Volcanic Ash Contingency plan for the North Atlantic Region) en sú áætlun gilti fyrir íslenska flugupplýsingasvæðið og þar með lofthelgi Íslands. Flugstoðir annast framkvæmd þessarar áætlunar á Íslandi í samvinnu við m.a. FMS, Veðurstofuna, Volcanic Ash Advisory Centre í London (VAAC), Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) og Eurocontrol (CFMU).

  • Ríki Evrópu byggja viðbúnað vegna gjósku á sambærilegri viðbúnaðaráætlun, EUR-DOC 019, en að auki hafa flugmálayfirvöld í Evrópu skilgreint þrenns konar svæði, byggt á magni af gjósku í hverjusvæði fyrir sig. Svæði þessi eru skilgreind m.v. spár og aðrar tiltækar upplýsingar hverju sinni og eru þrenns konar:
  • Zone 1: Limited No-Fly Zone: Area of High Density Volcanic Ash Contamination.
    Hér er alþjóðaflug bannað.
  • Zone 2: Potential Contamination Zone: Area of Low Density Volcanic Ash Contamination.
    Flug á þessu svæði er háð samþykki flugmálayfirvalda og gerð er krafa um að flugrekendur framkvæmi áhættumat.
  • Zone 3: Non-Contaminated Airspace: Area Free of Volcanic Ash Contamination.
    Í þessum svæðum eru engar takmarkanir.

Frá og með 24. apríl 2010 hefur Flugmálastjórn Íslands veitt Flugstoðum heimild til þess að starfa skv. sambærilegum áætlunum sem eru í gildi á meginlandi Evrópu sem felast m.a. í að hægt er að gefa út blindflugsheimildir til flugrekenda með ákveðnum skilyrðum.

Heimildin er bundin við innanlandssvæði Íslands.

Sjá nánar bréf sent til flugrekstrarstjóra 23. aprl 2010.
Kröfur til starfrækslu loftfars á ASH ZONE 2 / Requirements for acceptance of operations in Volcanic Ash Zone 2