Ábending vegna flugs í nágrenni Eyjafjallajökuls

21.4.2010

Gefið hefur verið út NOTAM (http://www.flugstodir.is/?PageID=4&NewsID=1794) með ábendingu til flugmanna vegna flugs í nágrenni við Eyjafjallajökul þar sem flugmönnum sem hyggjast fljúga í nágrenni við eldstöðina í Eyjafjallajökli er bent á að fara gætilega vegna mögulegra sprenginga í gosstöðinni.  Einnig er möguleiki á gufusprengingum frá hraunstraumnum. Búast má við ókyrrð í nágrenni við eldstöðina og yfir nýja hrauninu.   Þá er búist við að mikil flugumferð verði í nágrenni eldstöðvarinnar er flugmönnum bent á að sýna aðgát, tilkynna sig og halda hlustvörð á 118.1 Mhz og fylgjast vel með annarri umferð.
Að lokum er flugmönnum er bent á að virða reglur um lágmarkshæðir.

Sjá NOTAM (http://www.flugstodir.is/?PageID=4&NewsID=1794)