Réttindi flugfarþega sem lenda í seinkunum eða aflýsingum á flugi vegna eldgossins

15.4.2010

Áhrif eldgossins á flugumferð veldur því að margir flugfarþegar komast ekki til áfangastaðar síns á réttum tíma eða jafnvel alls ekki.  Um réttindi flugfarþega er fjallað um í reglugerð (EB) nr. 261/2004, um sameiginlegar reglur um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum sem er neitað um far og þegar flugi er aflýst eða mikil seinkun verður, sem innleidd var í íslenskan rétt með reglugerð nr. 574/2005. Flugmálastjórn Íslands sér um að framfylgja reglugerðinni.

Um réttindi flugfarþega er fjallað um í reglugerð (EB) nr. 261/2004, um sameiginlegar reglur um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum sem er neitað um far og þegar flugi er aflýst eða mikil seinkun verður, sem innleidd var í íslenskan rétt með reglugerð nr. 574/2005. Þegar vísað er í greinar og töluliði í þessari umfjöllun þá er átt við reglugerð nr. 261/2004.

  Staðan sem farþegi lendir í er annaðhvort sú að flugi hans er aflýst eða því seinkar vegna eldgoss en um þetta er fjallað í 5. og 6. gr. reglugerðarinnar. Um réttindi farþega í þessum tilvikum er nánar mælt fyrir um í 8. og 9. gr. reglugerðarinnar. Í 8. gr. segir að þessum tilvikum skuli farþegi eiga rétt til endurgreiðslu eða fá breytingu á flugleið. Í 9. gr. er tilgreind sú þjónustu sem farþegi á rétt á í þessum tilvikum en hún er eftirfarandi:
 • Farþegum skal boðið eftirfarandi endurgjaldslaust:
  a) máltíðir og hressing í samræmi við lengd tafarinnar,
  b) hótelgisting,
  — ef farþegi neyðist til að bíða eina eða fleiri nætur eftir fari,
  eða
  — ef farþegi neyðist til að bíða lengur en hann gerði ráð fyrir,
  c) flutning á milli flugvallar og gistiaðstöðu (hótel eða annað).
 • Þar að auki skal farþegum boðið að hringja tvö símtöl eða senda skilaboð um fjarrita eða bréfsíma eða með tölvupósti þeim að kostnaðarlausu.
 • Við beitingu þessarar greinar skal flugrekandinn huga sérstaklega að þörfum hreyfihamlaðra og fylgdarmanna þeirra og einnig að þörfum fylgdarlausra barna.
 • Þegar flugi er aflýst eða því er seinkað þá ber flugrekanda eða flytjanda að afhenda farþegum skriflegar upplýsingar um réttindi þeirra skv. reglugerð nr. 261/2004.

Ef farþegar fá ekki framangreinda þjónustu frá flugrekenda eða flytjanda og þurfa að greiða fyrir hana sjálfir þá skulu þeir taka kvittanir fyrir útlögðum kostnaði og krefja flugrekanda eða flytjanda um endurgreiðslu á þeim kostnaði.
Sjá einnig fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins