Gossvæðið: Flugstoðir með heimild til að setja upp haftasvæði
Að ósk Landhelgisgæslu Íslands hefur Flugmálastjórn Íslands ákveðið að fela Flugstoðum ohf. að setja upp haftasvæði umhverfis gosstöðvarnar í Eyjafjallajökli.Flugstoðum er falið að ákveða stærð svæðisins í samráði við Almannavarnir og annast aðgangsheimildir inn í svæðið.