Flug yfir gossvæðinu - lágmarksflughæðir og flugrekstrarleyfi

2.4.2010

Flugmálastjórn Íslands vill ítreka það fyrir flugmönnum að lágmarksflughæð utan þéttbýlis er 500 fet nema fyrir flugtök og lendingar.  Flugmenn eru beðnir um að virða lágmarkshæðir yfir gossvæðinu við Eyjafjallajökul og gæta ítrustu varkárni sérstaklega í ljósi þess að ókyrrð í lofti yfir og í kringum gossvæði getur verið töluverð.  Þá áréttar Flugmálastjórn að eingöngu þeir sem hafa flugrekstrarleyfi hafa heimild til að selja útsýnisflug.  Krafa er um að flugrekstrarleyfið sé ávallt um borð í loftfarinu og geta farþegar óskað eftir því að sjá það leiki vafi á því að viðkomandi hafi heimild til að fljúga með farþega gegn gjaldi.  Ennfremur er bent á að aðrar tryggingar gilda í einkaflugi en í atvinnuflugi.