Hljóðstigsvottorð (Noise Certificate)

10.1.2010

Allar flugvélar og þyrlur sem hafa tegundarvottorð (Type Certificate) útgefið af EASA þurfa nú að vera með Hljóðstigsvottorð. Á vef EASA er að finna upplýsingar um samþykkt hljóðstig fyrir allar gerðir flugvéla og þyrlna sem eru með EASA TC ( http://www.easa.eu.int/ws_prod/c/c_tc_noise.php). Helst koma upp vandamál við að finna rétt hljóðstig ef loftförum hefur verið breytt fyrir stofnun EASA (28 september 2003) og vottun breytinga ekki verið framkvæmd hjá EASA, þá skortir stundum upplýsingar inn til EASA.  Grunnreglugerð EASA (1592/2002) skilgreinir grunnkröfur til umhverfisverndar byggt á Viðauka 16 við Chicago sáttmálann (ICAO).

Hljóðstigsvottorðið EASA er gefið út á EASA Formi 45 af Flugmálastjórn Íslands í samræmi við hluta I í Parti 21 í reglugerð um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja, nr. 205/2007, (1702/2003). 

Frekari upplýsingar um framkvæmd útgáfu og gjaldtöku. Umsóknareyðublað um hljóðstigsvottorð .