Páll S. Pálsson ráðinn deildarstjóri flugrekstrardeildar

9.10.2009

Páll S. Pálsson - deildarstjóri flugrekstardeildarFlugmálastjóri hefur ákveðið að gerð verði breyting á starfi Páls S. Pálssonar, aðstoðardeildarstjóra í flugrekstrardeild Flugmálastjórnar Íslands á grundvelli 19. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Breytingin felur í sér tilfærslu Páls í starf deildarstjórar flugrekstardeildar.

Páll S. Pálsson hefur víðtæka þekkingu og reynslu.  Hann  lauk atvinnuflugmannsprófi árið 1995 og starfaði sem flugmaður á ATR42 og Boeing 737 til ársins 2003 hjá Íslandsflugi og Bláfugli.  Þá starfaði Páll S. Hjá Flugfjarskiptum og kom einnig að þróun þjálfunarbúnaðar sem notaður er í flugstjórnarkerfum hjá Kögun. Páll S. starfaði m.a. í flugrekstrardeild Íslandsflugs áður en hann hóf störf hjá Flugmálastjórn Íslands árið 2005. Auk þess hefur Páll lokið þjálfun í flugöryggismálum hjá University of Southern California og námskeiðum í gæðamálum m.a. hjá Nigel Bauer & Associates.

Páll S. hefur frá 1.apríl 2008 gengt starfi aðstoðardeildarstjóra í flugrekstardeild.  Áður starfaði Páll sem eftirlitsmaður í flugrekstardeild frá 17. maí 2005.   Ráðning Páls í starf deildarstjóra tók gildi þann 1. október sl.

Flugmálastjórn Ísland óskar Páli S. til hamingju með starfið.