Skýring er varðar kröfur um lofthæfi Part M í almannaflugi

28.9.2009

Flugmálastjórn Íslands vekur athygli á því að það er enn í gildi aðlögunartímabil til 28. september 2011 varðandi lofthæfistaðfestinga-vottorð (ARC) fyrir loftför í almannaflugi. Þetta á við um loftför sem voru með lofthæfiskírteini í gildi þann 28. september 2008. Þetta þýðir að eigendur / umráðamenn flugvéla sem voru með lofthæfiskírteini í gildi þann 28. september 2008 og hafa fengið þau endurútgefin ekki síðar en 28. september 2009  þurfa ekkert að gera að sinni. Við næstu endurútgáfu þarf hinsvegar að leggja fram samþykkta viðhaldsáætlun eins og skýrt er nánar í þessum gögnum. Hins vegar taka nú þegar gildi nýjar kröfur varðandi varahluti og flóknar viðgerðir

Sjá frekar leiðbeiningar og skýringar varðandi gildistöku Part M fyrir almannaflug