Part M fyrir einka- /almannaflug- Breyting frá 28.09.2009

8.9.2009

Flugmálastjórn Íslands vekur athygli á breytingum sem taka gildi þann 28. september 2009 varðandi áframhaldandi lofthæfi loftfara. Breytingarnar eru tilkomnar vegna reglugerðar EC 2042/2003 viðauka I með áorðnum breytingum (EC 707/2006, 337/2007 og 1056/2008) og snerta einkum einkaflug, flugskóla og verkflug.

Flugmálastjórn Íslands mælir eindregið með því að eigendur/umráðendur loftfara svo og flugvirkjar og tæknistjórar setji sig strax vel inn í þessa reglugerð og þá einkum viðauka I (Annex I) sem fjallar um PART-M ( Íslensk reglugerð nr. 206/2007 sbr. 1047/2007). 

Frekari upplýsingar um breytingarnar má finna hér á heimasíðu Flugmálstjórnar.

Vinsamlegast hafið samband við eftirlitsmenn lofthæfi- og skrásetningardeildar ef þið þurfið leiðbeiningar eða nánari upplýsingar.