Ný gjaldskrá Flugmálastjórnar Íslands

21.8.2009

Ný gjaldskrá fyrir þjónustu Flugmálastjórnar Íslands tók gildi 24. júli 2009.
Fyrir utan almenna hækkun gjalda urðu fáeinar aðrar breytingar.  Í fyrsta lagi eru árgjöld vegna framhaldsvottunar og eftirlits loftfara greidd af öllum loftförum á skrá hvort sem þau hafa lofthæfivottorð eður ei.  Hins vegar er heimild til að veita afslátt af gjöldum vegna eftirlits með loftförum ætluðum til einka- og kennsluflugs fyrir það tímabil sem innheimt er fyrir ef lofthæfivottorð hefur legið inni hjá Flugmálastjórn allt gjaldatímabilið. Þeir sem telja sig eiga rétt á niðurfellingu gjalda skulu sérstakalega huga að gjalddaga reiknings því sækja þarf um niðurfellingu fyrir þá dagsetningu.

Í öðru lagi hafa prófgjöld tekið þeim breytingum að nú er innheimt sérstaklega fyrir hvert próf og ekki lengur um prófapakka að ræða.  Ekki er hægt að fá prófgjald endurgreitt nema gegn framvísun læknisvottorðs.

Að öðru leyti eru viðskiptavinir hvattir til að kynna sér breytingar á gjaldskránni eftir því sem við á.


Sjá gjaldskrá Flugmálastjórnar Íslands nr. 661/2009