Ómar Þór Edvardsson ráðinn deildarstjóri lofthæfi- og skrásetningardeildar

30.4.2009

Ómar Þór Edvardsson nýr deildarstjóri lofthæfi- og skrásetningardeildar

Ómar Þór Edvardsson hefur verið ráðinn deildarstjóri lofthæfi- og skrásetningardeildar Flugmálastjórnar Íslands frá og með 1. júní 2009.

Ómar Þór hefur víðtæka þekkingu og reynslu.  Hann lauk námi vélvirkjun frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 1985,  Flugvirkjun frá Sierra Academy of Aeronautics í Oakland í Kaliforníu í Bandaríkjunum 1988, flugvélarafeindafræði frá Southern Alberta Institue of Technology í Calgary í Kanada 1993 auk þess sem Ómar Þór er vélaiðnfræðingur með leyfisbréf útgefið af iðnaðarráðuneytinu árið 1996.

Ómar Þór hefur starfað sem eftirlitsmaður í deildinni frá því í nóvember 2001 en áður starfaði hann m.a. sem flugvirki og flugvélarafeindavirki hjá Landhelgisgæslu Íslands, Íslandsflugi, Atlanta og Continental Airlines í San Francisco í Bandaríkjunum.
Ómar Þór er giftur Báru Einarsdóttur og eiga þau tvo syni. 
Flugmálastjórn Íslands óskar Ómari Þór til hamingju með nýja starfið.