Traust til Flugmálastjórnar Íslands mælist 3,8 stig

16.3.2009

Skipting svaraÍ árlegri viðhorfskönnun Capacent Gallup um traust almennings til Flugmálstjórnar Íslands í samanburði við tólf aðrar stofnanir og þróun þar á mælist Flugmálastjórn Íslands með traust almennings upp á 3,8 stig af 5 mögulegum sem er 0,1 stigi minna en í fyrra.
Flugmálastjórn heldur þó þriðja sæti í samanburði við aðrar stofnanir á eftir Háskóla Íslands og lögreglunni.
65,1% ber mikið eða frekar mikið traust til Flugmálastjórnar Íslands en 6,5% bera frekar lítið eða lítið traust til stofnunarinnar.
Viðhorfskönnunin var framkvæmd 11. til 25. febrúar 2009 með netkönnun og var úrtakið 2400 manns 18 ára og eldri af öllu landinu, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup.  Svarhlutfall var 62,8%

Samanburður við aðrar stofnanir      Þróun frá febrúar 2003