Veðurstofa Íslands og Flugfjarskipti fá starfsleyfi til að veita þjónustu á sviði flugleiðsögu

7.1.2009

Reynir Sigurðsson framkvæmdastjóri flugleiðsögu- og flugvallasviðs afhendir Brandi St. Guðmundssyni forstjóra Flugfjarskipta starfsleyfiðÞau tímamót urðu tveimur dögum fyrir jól hjá Flugmálastjórn Íslands að gefin voru út starfsleyfi í flugleiðsöguþjónustu til handa Veðurstofu Íslands og Flugfjarskiptum ehf.  Ný íslensk reglugerð nr. 631/2008 um starfsleyfi flugleiðsöguþjónustu, þar sem innleidd var reglugerð Evrópusambandsins, felur í sér að í dag þurfa þeir sem æskja þess að starfrækja flugleiðsöguþjónustu að sækja um starfsleyfi til Flugmálastjórnar Íslands (FMS).  FMS sem sinnir hlutverki Reynir Sigurðsson framkvæmdastjóri flugleiðsögu- og flugvallasviðs afhendir Magnúsi Jónssyni Veðurstofustjóra starfsleyfiðtilnefnds eftirlitsstjórnvalds, skal með vottun sinni tryggja að viðkomandi fyrirtæki uppfylli kröfur reglugerðarinnar.  Með þessu hafa kröfur til veitenda flugleiðsöguþjónustu innan Evrópu og samevrópska loftrýmisins verið samræmdar.

Mikil vinna liggur að baki starfsleyfum umsækjendanna tveggja og ekki síður hjá Flugmálastjórn en undirbúningur hófst í byrjun árs 2007 þegar settur var á stofn starfshópur innan FMS sem hafði það verkefni að greina f.v. Magnús Jónsson veðursofustjóri, Pétur K. Maack flugmálastjóri og Brandur St. Guðmundsson forstjóri Flugfjarskiptakröfur og setja verklagsreglur.  Umsóknir Flugfjarskipta og Veðurstofu Íslands um starfsleyfi bárust í júní og júlí 2007 og náin samvinna hófst á milli Flugmálastjórnar og fyrirtækjanna við að aðlaga handbækur að nýjum kröfum og nýju umhverfi og þar með að sýna fram á uppfyllingu reglugerðarinnar.

Flugmálastjórn Íslands óskar Flugfjarskiptum ehf. og Veðurstofu Íslands til hamingju með nýju starfsleyfin og þakkar ánægjulegt samstarf í vottunarferlinu.

                                      f.v. Reynir Sigurðsson, Hlín Hólm, Brandur St. Guðmundsson, Björn H sigurðsson, Hildur B. Hannesdóttir, Benedikt Gröndal, Sveinn V. Ólafsson og Margrét Hrefna Pétursdóttirf.v. Reynir Sigurðsson, Hlín Hólm, Theodór Freyr Hervarsson, Barði Þorkelsson, Sigrún Karlsdóttir, Magnús Jónsson, Margrét Hrefna Pétursdóttir, Benedikt Gröndal og Sveinn V. Ólafsson