Villa í reglugerð um flug- og vinnutímamörk og hvíldartíma flugverja.

22.12.2008

Í ljós hefur komið villa í töflu í reglugerð um flug- og vinnutímamörk og hvíldartíma flugverja,  OPS 1.1115 - "Framlenging á flugvakt vegna hvíldar í flugi".

 

OPS 1.1115

Framlenging á flugvakt vegna hvíldar í flugi.

 

1.2. Öryggis- og þjónustuliðar.

Settar eru eftirfarandi kröfur í tengslum við lágmarkshvíld öryggis- og þjónustuliða í flugi þegar flugvaktin fer yfir þau mörk sem um getur í OPS 1.1105.

Ef flugrekandi lengir leyfilega flugvakt öryggis- og þjónustuliða skal hann sjá til þess:

1) að flugvaktin fari ekki yfir 18 klukkustundir, án tillits til mætingartíma, að því tilskildu:

i) að um borð sé hvíldaraðstaða fyrir öryggis- og þjónustuliða í hvíld og

ii) að hver öryggis- og þjónustuliði sé leystur undan öllum störfum á hluta af fluginu, sem hér segir:

 

Lengd flugvaktar

Lengd hvíldar

Að 13.59 klukkustundir.

A.m.k. 1 klst.

14.00 – 15.59 klukkustundir.

Sem nemur ¼ af framlengingu flug­vaktar frá áætlaðri flugvakt.

16.00 – 17.59 klukkustundir.

Sem nemur 1/3 af framlengingu flug­vaktar frá áætlaðri flugvakt.

Sú hvíld skal tekin samfellt eins og frekast er unnt og

     2)                                                                                                                 að ekki séu fleiri en 2 lendingar á sömu flugvakt, eða 3 lendingar ef skilyrði b-liðar undir 2. málslið greinar 1.1 hér að framan eru uppfyllt.

Af töflunni má skilja að falli lengd flugvaktar innan tímarammans t.d. á milli 14:00-14:59, sé lengd hvíldar minni en 1 klst - (sé miðað við 13 klst hámark).  Hér á eftir er leiðrétt útg. af töflunni en gert er ráð fyrir að Samgönguráðuneytið gefi út leiðréttingu á kaflanum fyrir gildistöku reglugerðarinnar (1. feb. 2009).

 

Lengd flugvaktar

Lengd hvíldar

Að 13.59 klukkustundir.

A.m.k. 1 klst.

14.00 – 15.59 klukkustundir.

Am.k. 1 klst að viðbættum ¼ af framlengingu flug­vaktar frá áætlaðri flugvakt.

16.00 – 17.59 klukkustundir.

A.m.k. 1 klst að viðbættum 1/3 af framlengingu flug­vaktar frá áætlaðri flugvakt.