Flugmálastjórn Íslands óskar eftir að ráða eftirlitsmann í lofthæfi- og skrásetningardeild

10.12.2008

Starfssvið eftirlitsmanns
Starfið felst m.a. í eftirliti með lofthæfi loftfara, tæknilegri starfssemi flugrekenda og skrásetningu loftfara.

Menntunar- og hæfnikröfur
Krafist er menntunar flugvéltæknis eða flugvélaverkfræðings og ítarlegrar þekkingar á nýjustu reglum um viðhald og viðhaldsstjórnun.  Þekking á hönnun loftfara og gögnum þeirra og a.m.k. fimm ára reynsla af viðhaldi og/eða viðhaldstjórnun loftfara er einnig nauðsynleg.  Æskilegt er að viðkomandi þekki vel til úttekta og nútíma úttektaraðferða varðandi lofthæfi og viðhaldstjórnun loftfara . Viðkomandi þarf að hafa mjög góð tök á enskri tungu. 

Við leitum að starfsmanni sem hefur góða samskiptahæfileika, örugga og þægilega framkomu og brennandi áhuga á flugöryggi . Hann þarf að geta sýnt af sér frumkvæði í starfi og vera skipulagður í verkum sínum.  Hann þarf að geta unnið undir miklu álagi.   Launakjör taka mið af viðeigandi kjarasamningum opinberra starfsmanna.

Í boði er áhugavert starf hjá Flugmálastjórn þar sem hæfileikar og frumkvæði fá notið sín.   Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Frekari upplýsingar um starfið gefur Sigurjón Sigurjónsson,  deildarstjóri í lofthæfideild- og skrásetningardeild (sími 569-4117 og ss@caa.is) og Halla S. Sigurðardóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs (sími 569-4303 og hallas@caa.is).

Vinsamlegast sendið umsóknir til Flugmálastjórnar Íslands, Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík fyrir 15. desember n.k. merktar:
„Flugmálastjórn – umsókn um starf eftirlitsmanns“

Flugmálastjórn Íslands er ríkisstofnun með u.þ.b. 40 starfsmenn.  Hlutverk Flugmálastjórnar er að fara með stjórnsýslu á sviði flugmála innanlands og á alþjóðavettvangi, hafa eftirlit með hvers konar flugstarfsemi á vegum íslenskra aðila til að tryggja öryggi í flugi innanlands og utan.  Flugmálastjórn leggur áherslu á jafnan rétt kvenna og karla til starfa.