Flugvöllurinn í Pristina afhentur

10.11.2008

Fánar Albaníu, Kósóvó, Evrópusambandsins og ÍslandsFlugmálastjórn Íslands afhenti við hátíðlega athöfn þann 30. október s.l.  flugvallaskírteini til flugvallarstjóra Pristina flugvallar í Kósóvó og vottaði þar með flugvöllinn samkvæmt kröfum og tilmælum í Viðauka 14 við sáttmála Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO). Flugvöllurinn hefur því hlotið vottun til að þjóna borgaralegu flugi í alþjóðlegu millilandaflugi. Forsaga málsins er sú að í byrjun desember 2003 átti sér stað samtal milli Harri Holkeri, (Special Representative of the Secretary General (SPSR))  hjá Sameinuðu þjóðunum og Davíðs Oddssonar þáverandi forsætisráðherra Íslands þar sem falast var eftir því að íslensk stjórnvöld myndu koma að vottun og uppbyggingu flugvallarins. Í sama mánuði var samtalinu fylgt eftir með bréfi sem leiddi til samnings milli UNMIK (United Nation Mission in Kosovo) og íslenskra stjórnvalda sem undirritaður var í mars 2004.
 
Pétur K. Maack flugmálastjóri Íslands og Agron Mustafa flugvallastjóri Pristina Internatnional AirportMeginverkefni Flugmálastjórnar Íslands á Pristina flugvelli, samkvæmt samningnum, var að flugvöllurinn gæti þjónað sem borgaralegur flugvöllur samkvæmt alþjóðlegum kröfum sem um slíka flugvelli gilda. Til þess að það væri hægt var Flugmálastjórn Íslands falið það verkefni að sjá um þjálfun og útgáfu skírteina fyrir flugumferðarstjóra og aðstoð og eftirlit með flugumferðarstjórn.
 
Frá vinsti, Haukur Hauksson Flugstoðum, Nils Eric Nyqvist, Swedavia, Pétur K. Maack Flugmálastjóri, Sture Erikson, Gunnlaugur Guðmundsson Flugstoðum Ennfremur að annast útgáfu Flugmálahandbókar (AIP Kosovo) og að koma á veðurþjónustu. Lang viðamesta verkefnið var vottun flugvallarins samkvæmt Viðauka 14. Því verkefni tengdist einnig veruleg ráðgjöf sem flugumferðar- og flugvallasvið Flugmálastjórnar Íslands annaðist í fyrstu en Flugstoðir tóku við á síðustu tveimur árum samningsins.   Það verkefni náði til uppbyggingu flugumferðarstjórnar, framkvæmda á flugvellinum, tækjabúnaðar, uppbyggingu slökkviliðs og annarra deilda.
Hópmynd frá afhendingunni Auk þess var um að ræða þjálfun starfsmanna sem nauðsynleg er til flugvallarreksturs sem og þróun gæðakerfis og öryggisstjórnunarkerfis.
Strax á fyrsta ári verkefnisins voru gefin út skírteini 17 flugumferðarstjóra að lokinni þjálfun og heilbrigðisskoðun en seinna fengu 9 starfsmenn fulla þjálfun á Íslandi til að veita flugumferðarþjónustu . Alls hafa 26 Kósóvóbúar fengið þjálfun og skírteini flugumferðarstjóra frá Íslandi.
Starfsmenn Flugmálastjórnar Íslands Guðjón Atlason, eftirlitsmaður flugvalla og Ágústa R. Jónsdóttir deildarstjóri flugvalla- og flugverndardeildar Vottun flugvallarins hófst strax í mars 2004 með upphafsúttekt eftirlitsmanna Flugmálastjórnar Íslands á flugvellinum. Úttektin tók til flugvallarins í heild sinni þ.m.t. innviða hans, s.s. tækjabúnaðar, flugbrauta, akbrauta og ljósabúnaðar. Úttektin tók einnig til daglegs reksturs flugvallarins, daglegra verkferla, reksturs og þróunar flugvallarins sem og gerð og innleiðing flugvallarhandbókar sem m.a. inniheldur öryggisstjórnunar- og gæðakerfi. Þessum verkefnum fylgdi þjálfun starfsfólks.
Frá visntri, Merita Makslli AIS Kosovo, Lorik Abdullah, C. Ramphul frá Caro ásamt hermanni Þá störfuðu Íslendingar um lengri og skemmri tíma á flugvellinum, þ.á.m. var um tíma íslenskur flugvallarstjóri, gæðastjóri og slökkviliðsstjóri.
Á þessum fjórum og hálfu ári frá því fyrsta bráðabirgða flugvallarskírteinið var gefið út fyrir borgaralegan flugvöll hefur flugvöllurinn verið rekinn sem alþjóðlegur flugvöllur þar sem þó nokkur evrópsk flugfélög fljúga inn á og nota sem hluta af sínu leiðarkerfi.
Það segir kannski eitthvað að Airport Council International kaus flugvöllinn árið 2006 sem besta evrópska alþjóðaflugvöllurinn með færri en milljón farþega.
Flugmálastjórn Íslands er stolt af því hvernig til hefur tekist í þessu verkefni sem er ekki síst að þakka góðu samstarfi við Flugstoðir ohf., UNMIK og CARO (Civil Aviation Regulatory Office). Sem eini flugvöllurinn og jafnframt aðal tenging Kosovo við umheiminn hefur vottunin mikið gildi fyrir íbúa Kósóvó.