Norðurflug hefur fengið heimild til farþega- og vöruflugs

23.6.2008

Norðurflug hefur fengið heimild til farþega- og vöruflugs frá og með 19. júní 2008. Norðurflug hefur fram til þessa verið með leyfi til verkflugs og rekur þrjár þyrlur af gerðinni Eurocopter AS-350, SA-365N og Bell 206. Flugmálastjórn Íslands óskar Norðurflugi til hamingju með áfangann og óskar þeim góðs gengis.