Áfangaskýrsla stýrihóps um losunarheimildir á koltvísýringi (CO2) í flugi

5.6.2008

Áfangaskýrsla stýrihóps um losunarheimildir á koltvísýringi (CO2) í flugi
Þann 18. janúar 2008 skipaði samgönguráðherra stýrihóp, sem ætlað er að meta
heildrænt áhrif kvótasetningar á losun koltvísýrings (CO2) í flugi, en á vegum
Evrópusambandsins (ESB) eru um þessar mundir til umfjöllunar tillögur um að
flugsamgöngur verði felldar undir tilskipun 2003/87/EC um viðskiptakerfi með
losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda. Vegna skuldbindinga Íslands samkvæmt
samningnum um Evrópska efnahagssvæðið munu niðurstöður þeirrar vinnu koma
beint við íslenska hagsmuni.

Í stýrihópinn voru skipaðir:
Gunnlaugur Stefánsson, formaður Flugráðs, formaður
Högni Kristjánsson, skrifstofustjóri, utanríkisráðuneytinu
Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri, samgönguráðuneytinu
Pétur K. Maack, flugmálastjóri
Stefán Einarsson, sérfræðingur, umhverfisráðuneytinu

Með stýrihópnum hafa unnið:
Eiríkur Bjarnason, verkfræðingur, samgönguráðuneytinu
Sveinn V. Ólafsson, verkfræðingur, Flugmálastjórn Íslands
Sveinn Agnarsson, hagfræðingur,Hagfræðistofnun Háskóla Íslands
Sigurbergur Björnsson, sendiráðunautur, sendiráð Íslands í Brussel

Í áfangaskýrslu stýrihópsins er leitast við að leggja mat á hver áhrif væntanleg tilskipun muni hafa á þeim
sviðum sem málið snertir á Íslandi. Þá er þessi skýrsla einnig gagnlegur upplýsingabanki um
flug og umhverfismál. Samgönguráðherra hefur óskað eftir því við stýrihópinn að hann fylgist
áfram með framvindu málsins þar til það hefur verið til lykta leitt.