Flugmálastjórn Íslands þakkar traustið

7.3.2008

Capacent Gallup hefur frá árinu 1993 kannað traust almennings til nokkurra stofnana. Könnunin fer fram í febrúar ár hvert.  Flugmálastjórn Íslands hefur verið með í könnuninni frá árinu 2003 og hefur traust almennings til hennar ávallt mælst mikið og hefur stofnunin verið meðal þeirra þriggja til fjögurra stofnana sem mælast með mesta traust almennings innan viðmiðunarhópsins.
Síðastliðið ár hefur verið tími umbreytinga hjá Flugmálastjórn Íslands þar sem rekstur flugvalla og flugleiðsögu var skilinn frá stofnuninni með stofnun Flugstoða ohf. þann 1. janúar 2007.  Traust almennings til stofnunarinnar jókst heldur á árinu samfara þessum breytingum og er það ánægjulegt.  Stofnunin hefur nú mikið traust 77% landsmanna.
Úrtakið í könnunni var 1625 manns sem valið var með handahófskenndum hætti úr þjóðskrá.  Svarhlutfall var 60,7%

                                                                              Hversu mikið eða lítið traust berð þú til Flugmálastjórnar?
Samanburður við aðrar stofnanir                 Hversu mikið traust berð þú til Flugmálastjórnar