Staða og þróun flugrekstrarreglna fyrir flutningaflug með flugvélum

5.3.2008

Stöðug vinna hefur verið í gangi hjá JAA við að uppfæra JAR-OPS 1. Vinnuhópar unnu að einstökum málum sem fengu ákveðin númer (NPA-OPS xx). Að lokinni vinnu við einstök mál voru nokkur þeirra tekin saman og bætt við JAR-OPS 1 sem fékk við það nýtt útgáfunúmer. Nýjasta útgáfa JAR-OPS 1 er nú breyting 13.

Til að innleiða þessar reglur í rétt hér á landi, þarf að þýða þær og birta í reglugerð. Breyting 9 af JAR-OPS 1 var þýdd og birt með reglugerð um flutningaflug nr. 193/2006. Reglugerð um breytingu á reglugerð um flutningaflug nr.193/2006, nr. 871/2007 færði síðan íslensku reglugerðarkröfurnar til samræmis við breytingu 12 af JAR-OPS 1, sem er staðan í dag.

Varðandi EU-OPS 1 þá var hann fyrst birtur í "Regulation (EC) No 1899/2006 of the European Parliament and of the Council of 12 December 2006" og byggði þá á breytingu 8 af JAR-OPS 1 (fyrir utan að bæta Q-kaflanum við voru aðeins smávægilegar breytingar, einkum á O-kaflanum). Í reglugerðinni segir að fara eigi að EU-OPS 1 kröfunum frá 16. júli 2008. Kröfum EU-OPS 1 var síðan breytt með reglugerð "COMMISSION REGULATION (EC) No 8/2008 of 11 December 2007" þannig að bætt var við hann breytingum sem innleiddar höfðu verið í JAR-OPS 1 með breytingum 9 til 12. EU-OPS 1 byggir því nú á breytingu 12 af JAR-OPS 1. Enn er unnið að breytingum á EU-OPS 1 og stefnir EU að því að gefa út nýjann EU-OPS bráðlega eða vel fyrir 16. júlí 2008. Hann á að innihalda þau þrjú NPA-OPS sem tekin voru inn í breytingu 13 af JAR-OPS 1, sjö NPA-OPS sem JAA var langt kominn með og breytingu á OPS 1.820 Automatic Emergency Locator Transmitter (gjarnan kallað 10 NPA+ELT).

Þau þrjú nýju NPA sem komin eru inn í breytingu 13 af JAR-OPS 1 eru:
NPA-OPS 49 - Use of Headset
NPA-OPS 54 - Cabin Crew Medical Aspects & First Aid Training
NPA-OPS 58 - Terminology (1.192) & Fuel (1.255 & 1.375)
Þau má nálgast á heimasíðu JAA, www.jaa.nl/operations/public_area.html, undir "Adopted Amendments NPA-OPS/STD".

Þau sjö NPA sem JAA vann að en voru ekki komin inn í JAR-OPS 1 má einnig nálgast á sömu heimasíðu en undir "Suspended NPAs".

Til að auðveldara sé að gera sér grein fyrir því hvaða breytingar koma með EU-OPS hefur verið útbúinn meðfylgjandi listi yfir helsta mun á milli JAR-OPS 1, breytingu 13 og næstu útgáfu á EU-OPS-inum (10 NPA+ELT).

Eftir 16. júlí 2008 og eftir að EU-OPS (10 NPA+ELT) hefur verið innleitt sem íslensk reglugerð verða íslenskar flugöryggisreglur því hinar sömu og í öllum Evrópubandalagslöndunum.

Varðandi vinnutímareglurnar, Q-kaflann, þá verður hann væntanlega innleiddur hér á landi með sérstakri reglugerð svipað og nú er gert.

EU-OPS amd 12 & NPA & ELT Preliminary Version 2008-02-15

EU v. JAR-OPS differences table