Lofthæfistaðfestingarvottorð

29.2.2008

Kristinn Halldórsson, verkfræðingur hjá Icelandair hélt fyrirlestur28. september næstkomandi tekur reglugerð 206/2007 að fullu gildi og þar með kröfur um svokallað lofthæifstaðfestingarvottorð fyrir  loftför samkvæmt hluta M, kafla I (Part M, Subpart I Airworthiness Review Certificate).  Hjá Flugmálastjórn er hafin vinna við vottun lofthæfifyrirtækja (CAMOs) sem sótt hafa um heimild til þess að gefa út lofthæfistaðfestingarvottorð.

Flugmálastjórn boðaði til fundar með fulltrúum tæknideilda flugrekenda 23 janúar s.l. til þess að ræða stöðuna í innleiðingu reglugerðar 206/2007 og þá sérstaklega hluta M, kafla G og I.  Fundurinn var haldinn hér í Skógarhlíðinni í fundarsal á 5. hæð og voru mættir um 40 manns frá öllum flugrekendum sem vottaðir hafa verið samkvæmt Part M.

Sigurjón Sigurjónsson deildarstjóri lofthæfideildar fór yfir stöðunua og rifjaði upp breytingar á reglum um endurnýjun lofthæfiskírteina sem kynntar voru í mars 2006 og ætlaðar voru til aðlögunar að nýju kröfunum.
Þá hélt Kristinn Halldórsson verkfræðingur hjá Icelandair fyrirlestur um lofthæfiendurskoðun (Airworthiness Review) þar sem hann túlkaði kröfur kafla G og I um það hvernig staðið skuli að lofthæfiendurskoðun og útgáfu lofthæfistaðfestingarvottorðs. 
Líflegar umræður sköpupuðust á fundinum þar sem gagnlegar spurningar komu fram og menn miðluðu af þekkingu og reynslu