Ný reglugerð um flugafgreiðslu

13.4.2018

Nú þurfa flugafgreiðsluaðilar ekki lengur að fá sérstakt samþykki Samgöngustofu fyrir starfsemi sinni eins og verið hefur. Þeir verða áfram undir eftirliti rekstraraðila flugvallar og flugrekstraraðila.
Samþykki sem gefin hafa verið út af Samgöngustofu falla niður eftir 15. apríl 2018. Eftir sem áður falla flugafgreiðsluaðilar þó undir heildareftirlit Samgöngustofu.
Þá gildir reglugerðin um flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli - en ekki um alla millilandaflugvelli eins og áður var.
Hér má sjá nýju reglugerðina og einnig má hér finna nánari umfjöllun um hana.