Ný reglugerð um skyldu flugrekenda til að kanna vottorð vegna COVID-19 í millilandaflugi

31.12.2021

Ný reglugerð nr. 1669/2021 um skyldu flugrekenda til að kanna vottorð vegna COVID-19 í millilandaflugi, tekur gildi 1. janúar 2022.

Samkvæmt reglugerðinni er flugrekanda ekki lengur skylt að synja farþega um far hafi hann ekki forskráð sig eða geti ekki sýnt fram á tilskilin vottorð.

Skylda flugrekenda nær nú til þess að:

1. Kanna forskráningu og vottorð.
2. Tilkynna löggæsluyfirvöldum um nafn, vegabréfsnúmer og flugnúmer farþega sem getur ekki sýnt fram á tilskilin vottorð.
3. Upplýsa farþega um afleiðingar þess að vera ekki forskráður og ekki með tilskilin vottorð.

Tilkynningar um farþega sem ekki geta framvísað tilskildum gögnum skal senda á netfangið: lss.kefairport@police.is

Athugið: Krafa um tilskilin gögn og könnun á þeim helst óbreytt.

Sjá nánar: leiðbeiningar Samgöngustofu um skyldu flugrekenda vegna COVID-19 í millilandaflugi: Útgáfa 30. desember 2021 (uppfært 13. janúar 2022).