Nýjar reglur um dróna

7.12.2020

Á fyrri hluta næsta árs ganga í gildi nýjar reglur um flug dróna á Íslandi. Þessar reglur eru samræmdar innan Evrópu. Með upptöku þeirra verða töluverðar breytingar frá því regluverki sem hefur verið í gildi síðan 2017.

Næstkomandi miðvikudag, 9. desember kl. 16.00 verður bein útsending frá EASA (Flugöryggisstofnun Evrópu) um þessar nýju reglur fyrir tómstundaflugmenn og fimmtudaginn 10. desember kl. 10.00 verður önnur bein útsending, þá fyrir þau sem fljúga drónum í atvinnuskyni.

Allt áhugafólk um flug dróna á Íslandi er hvatt til þess að fylgjast með þessum útsendingum.

Hér má sjá upplýsingar um nýju reglurnar á vef EASA