Reglugerð um starfrækslu fjarstýrðra loftfara - dróna

- tekur gildi 15. desember 2017.

7.12.2017

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur sett reglugerð nr. 990/2017 um starfrækslu fjarstýrðra loftfara.

Þar eru settar reglur um starfrækslu fjarstýrðra loftfara með það að markmiði að tryggja flugöryggi og öryggi og réttindi borgaranna. Reglugerðin gildir um flug fjarstýrðra loftfara á Íslandi og innan íslenskrar lofthelgi. Undanþegin eru loftför sem vega minna en 250 g. 

Reglugerðin tekur gildi 15. desember 2017.

Á næstu dögum mun Samgöngustofa gefa út kynningarefni sem ætlað er til dreifingar. Þar er m.a. vakin athygli á því að umráðendur fjarstýrðra loftfara eru ábyrgir fyrir því að fylgja ákvæðum reglugerðarinnar og ábyrgir fyrir hugsanlegu tjóni sem hlotist getur af notkun tækisins.