Reglur um drónaflug
Vegna mögulegra eldsumbrota á Reykjanesi má gera ráð fyrir miklum áhuga á drónaflugi, sem og öðru flugi á svæðinu. Samgöngustofa vekur athygli á gagnlegum upplýsingum um drónaflug og reglum sem m.a. er ætlað að tryggja aðgreiningu dróna og annarra loftfara, þar á meðal:
- Ekki má fljúga hærra en 120 m yfir jörðu
- Ávallt skal víkja fyrir mönnuðum loftförum
- Dróna má ekki fljúga utan sjónsviðs stjórnanda hans
- Umráðandi dróna ber ábyrgð á því tjóni sem kann að hljótast af notkun hans
- Til dróna í atvinnuskyni eru gerðar frekari kröfur, til dæmis um skráningu
Komi til sérstakra takmarkana í öryggisskyni um flug við eldstöð verða þær kynntar á vef Samgöngustofu.