Réttindi farþega við aflýsingu flugs
Samgöngustofa bendir á að ef flugrekandi aflýsir flugi til áfangastaðar, eða fellir niður áfangastað í flugleiðakerfi sínu, eiga farþegar sem keypt hafa þangað miða ákveðin réttindi.
Flugrekandanum er skylt að bjóða þeim val um að fá nýtt flug á áfangastaðinn með öðrum flugrekanda ellegar að fá flugmiðann endurgreiddan.
Hér má sjá nánari reglur um réttindi flugfarþega við aflýsingu flugs.