Réttindi flugfarþega þegar flugi er aflýst
Rík upplýsingaskylda hvílir á flugrekendum með að kynna farþegum réttindi sín. Ef flugi er aflýst eru réttindin tvíþætt:
- Réttur á þjónustu: Farþegi fær val um nýtt flug eða endurgreiðslu farmiða. Velji hann nýtt flug þá myndast réttur á mat og drykk eftir því sem við á. Einnig réttur á gistingu ef farþegi þarf að bíða auka dag(a) eftir flugi.
- Bætur: Ef flugi er aflýst með minna en tveggja vikna fyrirvara nema flugrekandi sýni fram á að aflýsingin hafi verið vegna óviðráðanlegra ástæðna.
Sjá nánar sérstaka síðu um réttindi flugfarþega.