Réttindi flugfarþega vegna COVID-19 faraldursins

28.2.2020

Vegna fyrirspurna varðandi réttindi flugfarþega í tengslum við COVID-19 faraldurinn er rétt að taka eftirfarandi fram:

• Ef farþegi hættir við flug á eigin forsendum þá myndast ekki bótaréttur og ekki réttur á endurgreiðslu farmiða fyrir utan skatta og gjöld.

• Ef flugrekandi hættir að fljúga til svæðis/lands þar sem lýst hefur verið yfir hættuástandi, þá er fluginu aflýst og farþegi á rétt á fullri endurgreiðslu farmiða, sbr. reglugerð EB 261/2004 og sbr. rg. 1048/2012, en ekki skaðabótum.

Reglugerð 1048/2012  Upplýsingasíða Samgöngustofu um réttindi flugfarþega

Ef spurningar vakna er hægt að senda fyrirspurn á: neytendur@samgongustofa.is.

Flug_thumbnail_large