Samið við flugvirkja
Verkfalli flugvirkja Samgöngustofu lauk í nótt með undirritun samnings þeirra við samninganefnd ríkisins. Allir flugvirkjarnir hafa því snúið aftur til starfa hjá stofnuninni og taka þegar til við reglubundið eftirlit og þau önnur störf sem legið hafa niðri um sinn.