Skráningarsíða fyrir umráðamenn dróna

21.11.2022

Mynd_droni-002-litil

Samgöngustofa hefur nú opnað skráningarsíðuna www.flydrone.is þar sem umráðendur dróna hafa þann kost að skrá sig, kynna sér námsefni og taka próf í undirflokki A1/A3 fyrir opna flokkinn. Eftir að hafa lokið prófi með viðunandi árangri mun viðkomandi fá útgefið hæfnisvottorð sem gildir í öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins.

Skráningargjaldið er byggt á útseldri tímavinnu Samgöngustofu og er kr. 5.500 fyrir hverja skráningu.

Eftir skráningu er hægt að taka A1/A3 prófið án endurgjalds.