Sóttvarnaráðstafanir á landamærum hertar frá 1. apríl vegna COVID-19

24.3.2021

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að herða sóttvarnaráðstafanir á landamærum í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Meginreglan verður að börn fædd 2005 eða síðar fari í sýnatöku á landamærum og sæti fimm daga sóttkví. Þá skulu allir sem koma frá löndum þar sem nýgengi smita er yfir tilteknum viðmiðum dvelja í sóttvarnahúsi meðan á fimm daga sóttkví stendur, nema þeir hafi framvísað gildu bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrra smit. Reglugerð heilbrigðisráðherra um þessar breytingar tekur gildi 1. apríl og gildir til loka mánaðarins.

Frekari upplýsingar má finna á vef Heilbrigðisráðuneytis.