Stefna Íslands varðandi hæfisbundna leiðsögu fyrir flug
Á undanförnum árum hefur verið unnið að innleiðingu hæfisbundinnar leiðsögu ( Performance based navigation; PBN) á Íslandi. Isavia, sem tilnefndur veitandi flugleiðsöguþjónustu, hefur í því skyni t.d. hannað og birt PBN-aðflugsferla að fjölda flugvalla.
Samgöngustofa vinnur að PBN-áætlun fyrir Ísland sem ætlað er að skilgreina fyrirætlanir og markmið varðandi leiðsögu fyrir flug.
Samgöngustofa kallar eftir athugasemdum hagsmunaaðila við stefnuna og mun taka afstöðu til þeirra athugasemda sem berast við gerð PBN-áætlunarinnar sem ætlað er að liggi fyrir síðar á þessu ári.
Athugasemdir sendist á netfangið samgongustofa@samgongustofa.is. Frestur til að senda inn athugasemdir er 7. maí nk.