Tilmæli til flugverja varðandi Covid 19 bólusetningu

25.3.2021

Samgöngustofa vekur athygli flugverja á því að Flugöryggisstofnun Evrópu hefur gefið út öryggistilmæli varðandi Covid19 bólusetningar flugmanna og öryggis- og þjónustuliða. Samkvæmt þeim hvetur stofnunin áhafnarmeðlimi til að þiggja bóluefni þegar það stendur til boða og beinir því til þeirra að taka amk. 48 klst. frá hvorri bólusetningarsprautu til að kanna hvort beri á verulegum aukaverkunum eða ofnæmisviðbrögðum áður en þeir taka aftur til starfa um borð í loftfari. Þennan tíma ætti að lengja í 72 klst. þegar um starfrækslu loftfars í einstjórnarumhverfi er að ræða. 

Sjá nánar: https://ad.easa.europa.eu/ad/2021-06