Tímabundið bann við drónaflugi yfir eldgosinu
Samgöngustofa hefur gefið út bann við drónaflugi yfir eldgosinu á Reykjanesi, fimmtudaginn 27. maí 2021 milli 09.00 og 10.30.
Bannið er tilkomið vegna vísindaflugs og nær yfir svæði sem afmarkast af 634954N 0221017W Húshólmi 635212N 0222531W Hagafell 635631N 0222512W Austan við Seltjörn 635629N 0221018W Keilir 635414N 0215931W Suðurendi Kleifarvatns.
.