Tímabundið bann við notkun dróna/fjarstýrða loftfara

18.5.2021

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að setja á tímabundið bann við flugi dróna/fjarstýrðra loftfara á tilteknu svæði, sbr. 4. tl. 12. gr. reglugerðar um starfrækslu fjarstýrðra loftfara nr. 990/2017, vegna ráðherrafundar Norðurskautsráðsins (Arctic Council).

Af þeim sökum verður óheimilt að fljúga dróna (fjarstýrðu loftfari) innan 500 metra radíus frá Hörpunni, tónlistar- og ráðstefnuhúsi sem er við austurbakka Reykjavíkurhafnar, Grand Hótel Reykjavík – Sigtúni 28 og Hilton Nordica Hótel – Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Bannið gildir líka um Sæbrautina í vestur frá Kringlumýrarbraut, strandlengjuna þar við og 200 metra út á haf frá Sæbraut, Borgartún og Skúlagötu að Hörpu. Sjá nánar á meðfylgjandi korti yfir bannsvæði dróna.

Bannið gildir frá birtingu tilkynningar mánudaginn 17. maí og til miðnættis fimmtudagskvöldið 20. maí og er í gildi allan sólarhringinn þessa daga.
Þá er vakin athygli á því að búast má við smávægilegum umferðartöfum miðsvæðis í Reykjavík meðan á ráðherrafundinum stendur, eða frá þriðjudegi til fimmtudags. Engum götum verður þó lokað vegna þessa.

RVK-allt-1

Sjá nánar í frétt á vef lögreglunnar.