Uppfærsla Part-FCL skírteina

5.12.2018

Í kjölfar útgáfu reglugerðar (ESB) nr. 2018/1065 er búið að uppfæra Part-FCL skírteini útgefin af Samgöngustofu og bæta við eftirfarandi athugasemd undir lið XIII á skírteininu: „This licence is automatically validated as per the ICAO attachment to this licence“. Reglugerðarbreytingin er tilkomin vegna frávika sem fram höfðu komið í hlaðskoðunum sem framkvæmdar voru utan Evrópu þar sem gerðar voru athugasemdir við að flugliðar væru að starfrækja loftför sem skráð voru í öðru ríki en gaf út flugliðaskírteini þeirra.

Öll skírteini útgefin/endurútgefin af Samgöngustofu eftir 5. desember 2018 munu innihalda framangreinda athugasemd. Viðhengið sem vísað er í athugasemdinni er aðgengilegt á heimasíðu EASA . Þeir flugliðar sem eru að starfrækja loftför sem skráð eru í öðru EASA ríki geta prentað viðhengið út og framvísað í hlaðskoðunum sé þess krafist.