Úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfestir ákvörðun
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest þá ákvörðun Samgöngustofu að veita fréttastofu RÚV ekki aðgang að gögnum um hergagnaflutninga. Er staðfestingin afdráttarlaus þar sem nefndin segir að enginn vafi leiki á því að umbeðnar upplýsingar falli undir þagnarskylduákvæði laga um Samgöngustofu.